Um mig

Hæ, ég er framendaforritari frá Reykjavík með rúmlega 8 ár af reynslu á því sviði og mikinn áhuga á opnum hugbúnaði.

Ég kalla mig sjálfann framendaforritara en ég einbeiti mér frekar að hönnunarsviði vefforritunarinnar og eru því flest verkefni mín miðjuð í kringum hana. Þó kann ég ýmislegt og vinn stundum við bakendaforritun að auki framendavinnunar minnar, en sprotafyrirtækið Bókar er nýjasta verk mitt á þessu sviði.

Eftirfarandi tækni nota ég reiprennandi við vinnu mína og hef öðlast töluverða reynslu í notkun þeirra allra:

Auk þessa vinn ég mikið með eftirfarandi en hef ekki öðlast jafn góðann skilning á þeim:

  • MySQL / MariaDB / SQLite
  • MongoDB

Tilraunir með BGP

Nýlega hef ég byrjað að fikta í BGP (Border Gateway Protocol), en það er tækni sem megnið af internetinu byggir á til að framkvæma netleiðsögn svokallaða. Að leika sér með þetta samanstendur af eftirfarandi:

  • Finna sér "IP flutning" frá þriðja aðila (þ.e. annað orð yfir nettengingu)
  • Fá AS númer skráð
  • Setja upp tenginguna, en það er gert með uppsetningu á "BGP session" við netveitenda

Netið mitt er rekið undir númerinu AS51019, en þetta veitir mér IPv6 tengingu heima í gegnum göng frá Frakfúrt. Í Frankfúrt er ég einnig með einhver kerfi í aukahlutverki.

Nýjasta þróunin í sögu AS51019 eru internet samtengipunktarnir í Frankfúrt sem ég hef tengst en þeir eru:

  • NL-ix
  • LocIX
  • FogIXP

Ásamt þeim eru nokkrir aðrir annarstaðar í heiminum sem ég hef tengst en þetta varð að því að ég rek tæknilega séð best tengda BGP netið á Íslandi skv. bgp.tools.

© 2021 — 2024 Kjartan Hrafnkelsson

Áletrun