Um mig

Hæ, ég er framenda forritari frá Reykjavík með rúmlega 6 ár af reynslu á því sviði og mikla ástríðu fyrir opnum hugbúnaði.

Þó að ég kalli sjálfan mig framenda forritara þá einbeiti ég mér eiginlega meira að hönnunar partinum af þeim verkefnum sem ég vinn við. Þannig að þó að ég geti byggt vefforrit auðveldlega þá finnst mér samt skemmtilegra að láta þau líta vel út. Fyrir það nota ég svokallað 'framework' sem gerir það hratt og skilvirkt að skrifa CSS stíla. Þetta para ég svo við smávegis eigin CSS kóða. Kunnáta mín á Tailwind kemur að mestu frá mörgum árum að berjast við að fá CSS kóðann minn til að virka og verða svo á endanum góður í CSS án nokkurra 'frameworks'.

Ég get notað eftirfarandi tækni / tungumál nærrum því reiprennandi án þess að lenda í vandamálum:

  • HTML & CSS
  • Tailwindcss
  • JavaScript (Fram- og bakenda)
  • React / Next.js
  • Python
  • Bootstrap (þó ég hati það)
  • Express (vefþjónn)

Og þessa tækni / tungumál get ég notað án mikilla vandræða, en ég er auðvitað enn að læra þau:

  • MySQL
  • MongoDB
  • Vue / Nuxt.js (þó mér líki ekki sérstaklega vel við það)

Tilraunir með BGP

Nýlega hef ég byrjað að fikta í BGP (Border Gateway Protocol) sem er ein af þeim mörgum tæknum sem internetið byggir á. Þá hef ég aðallega verið að gera tilraunir með anycast beinun og hvernig hægt er að veita öðru BGP neti IP flutning með BIRD.

Þó að ég vinn við viðhald á nokkrum BGP netum sem ýmis félög sem ég stunda viðskipti við eiga þá er ég aðeins með eitt, AS208548 - rannsóknarnetið mitt. Í þessum persónulega "sandkassa" mínum framkvæmi ég allskonar tilraunir. T.d. nýlega hef ég byrjað að auglýsa eitt anycast IPv6 net í hverri staðsetningu sem ég hef IP flutning í, ástamt anycast IPv6 neti á hverju svæði og eitt um allan heim þar sem markmiðið er að geta athugað hvernig mismunandi internet þjónustuaðilar beina umferð að þessum netum.

Í augnablikinu er ég að vinna við að koma upp kostnaðarlausri Anycast DNS þjónustu (eins og varan sem ClouDNS býður upp á þar sem hægt er að svara DNS boðum með mismunandi IP tölum eftir staðsetningu DNS þjónsins sem fékk beiðnina) sem mun vera algjörlega open source og rekin eins og sjálfseignarstofnun, líkt desec.io.
Mig langar einnig að byrja að fikta í "peering", þ.e.a.s. þegar tvö BGP net koma upp beinni tengingu milli netanna tveggja í stað þess að öll umferð á milli fari í gegnum flutningsnet. Vandamálið hér er að ég hef ekki aðgang að neinum internet tengipunktum (IXPs) og ég sé ekki tilgang með sýndartengipunktum (þar sem umferð fer í gegnum internet-göng, t.d. GRE, SIT, eða WireGuard). Síðan er náttúrulega ekkert smámál að setja upp tengingu milli mín og annara neta - þrátt fyrir að ég skilji hugmyndina þá er ég ekki svo viss um að ég geti komið upp tengingu, en það reddast.